Nafnaplaköt

Nafn eiganda og upplýsingar um afmælisdaginn, afmælisárið, stjörnumerki, markverðir hlutir sem gerðust á afmælisdaginn og fleira skemmtilegt.
Spjöldin koma í stærð A3 stærð.

Til að fá frekari upplýsingar eða ef óskað er eftir að fá spjaldið í stærð A4 þá er hægt að hafa samband í tölupósti á sala@puhadesign.com eða í skilaboðum á Facebook síðunni okkar. Einnig hvetjum við fólk til að hafa samband, ef þörf er á skemmri afgreiðslutíma.
Hægt er að fá plakötin á íslensku, dönsku og ensku, en ef ekki er óskað eftir öðru, eru þau á íslensku. Einnig höfum við í samstarfi við aðra látið þýða yfir á önnur tungumál og ef þið óskið eftir því, þá endilega heyrið í okkur.

2 dögum eftir að gengið hefur verið frá pöntun og greiðslu, sendum við PDF-skjal af plakatinu til yfirlestrar. Þegar búið er að samþykkja skjalið, prentum við út og sendum með pósti eða förum með í Kaki Strandgötu 11 ef óskað er eftir að sækja.

ATH! Rammi fylgir ekki með, en við mælum með að kaupa ramma í stærð 40x50cm. og hafa smá karton í kringum plakatið